Kveikjum á
nýjum lausnum
Sjálfbærni á AÐ VERA KJARNI Í TILGANGI FYRIRTÆKJA, STOFNANA OG FÉLAGASAMTAKA OG TVINNAST SAMAN VIÐ ALLA INNRI OG YTRI STARFSEMI.
Kveikja
Kveikja er Hugmyndasmiðja á sviði sjálfbærni. Til okkar leita þau sem vilja þróa nýjar og sjálfbærar lausnir sem stuðla að betri starfsemi og sterkari samfélögum. Við byggjum á gögnum, greiningum og samsköpun í nánu samtali við fjölbreyttan hóp fólks.
Saman Kveikjum við á nýjum lausnum sem rúma okkur öll.
Um okkur
Að Kveikju stöndum við, Heiður og Herdís. Við höfum fjölbreyttan bakgrunn í lífi og starfi. Til að mynda úr íslenskri stjórnsýslu, þar sem leiðir okkar tveggja lágu fyrst saman. Öll okkar reynsla hefur leitt til þess að við viljum stíga út fyrir kassann með það að marki að gera hlutina öðruvísi. Læra og móta nýjar leiðir og lausnir til að bæta bæði innra starfsumhverfi og ytri þjónustu.
Með þetta að leiðarljósi stofnuðum við tvær hugmyndasmiðjuna Kveikju, stað þar sem allar hugmyndir eru leyfðar. Við prufum okkur áfram, stígum til baka, breikkum linsuna og horfum á verkefnin frá mörgum sjónarhornum. Við vinnum með þeim sem eru tilbúin að horfast í augu við breytta samfélagsmynd, endurhugsa og endurhanna gamlar leiðir og lausnir upp á nýtt.
Við höldum í gleðina í öllu okkar samstarfi, sköpum öruggt rými til skoðanaskipta og nýtum okkar fjölbreyttu reynslu, menntun og þekkingu í öllum verkefnum og störfum.
Hlökkum til samsköpunar með allskonar fólki í átt að betra samfélagi.
Lausnir
-
Kveikjan
Fræðsla, vinnustofur og samtal á sviði sjálfbærni, jöfnunar og velsældar.
-
Bjarminn
Ráðgjafar gera stöðumat og greiningu á starfsemi og / eða þjónustu.
-
Birtan
Stöðutaka, fræðsla, ráðgjöf, tilgangur, framtíðarsýn, stuðningur og eftirfylgni.