Við búum yfir langri reynslu af því að leiða margvísleg verkefni og erum jafnvígar á tölur og fólk. Við erum ólíkar en samstilltar og leggjum okkur fram við að eiga í heiðarlegum samskiptum við viðskiptavini og öll þau sem með okkur starfa. Við eigum stöðugt í samtali við fólk með ólíkan bakgrunn og köllum fólk að verkefnum eftir þörfum. Við erum með margvísleg forréttindi og reynum að horfast í augu við þau og nýta þau til góðs, samhliða því að búa yfir þeim reynsluheimi að vera konur í samfélagi sem var mótað að miklu leyti af körlum. Við byggjum á allri okkar reynslu í öllu því sem við gerum og miðlum henni af heilindum.

Herdís Sólborg Haraldsdóttir

Sérsvið: Inngilding í stefnumótun, ákvarðanatöku og vinnustaðamenningu. Fræðsla, teymisstarf, vinnustofur og verkefnastýring.

B.A. í stjórnmálafræði, MPA og diplóma í hagnýtum jafnréttisfræðum. Víðtæk reynsla úr opinbera- og einkageiranum. Leitt innleiðingu á samþættingu jafnréttissjónarmiða við ákvarðanatöku og fjárlagagerð. Haldið utan um gerð og þróun mælaborða innan hins opinbera og leitt starfshópa um kyngreind tölfræðigögn. Farið fyrir fjölbreyttum stefnumótunar- og umbótaverkefnum og veitt stjórnendum ráðgjöf varðandi vinnustaðamenningu. Unnið með og tekið þátt í innleiðingu á heimsmarkmiðum SÞ um sjálfbæra þróun. Býr yfir alþjóðareynslu og leiddi meðal annars sérfræðihóp OECD um kynjaða fjárlagagerð. 

Heiður Margrét Björnsdóttir

Sérsvið: Greiningar, stefnumótun, velsældar- og jafnréttismál.

B.Sc. í hagfræði, master í fjárfestingastjórnun og M.Sc. í þróunarhagfræði. Fjölbreytt reynsla af greiningum og þróun verkefna á sviði efnahagsmála, fjárlaga, fjárhagsáætlunar og stefnumótunar. Hefur leitt vinnu við greiningar og eftirfylgni með áherslum stjórnvalda og samþætt þær við stefnur og áætlanir. Unnið að kynjaðri fjárlagagerð og jafnréttis-, velsældar-, þróunarsamvinnu og mannréttindamálum. Utanumhald, greiningar og stefnumótun í fjölbreyttum málaflokkum á sviði velferðarmála