Lausnir
Kveikja sérhæfir sig í sjálfbærni - með áherslu á félagslega sjálfbærni. Við bjóðum upp á margvíslega þjónustu og þjónustupakka.
Í allri okkar ráðgjöf eru sjálfbærni og jöfnun lykilatriði. Við leggjum áherslu á tilraunir, prófanir og stöðugar umbætur – með það að markmiði að styðja við fjölbreyttan og hæfan mannauð, bæta þjónustu og styrkja stöðu fyrirtækja í síbreytilegu samfélagi.
Lausnir Kveikju hjálpa vinnustöðum að halda í við lög, viðmið og væntingar samtímans.
Styrkleikar okkar sem standa að Kveikju er reynsla af því að leiða stór verkefni þvert á einingar, samhliða áratuga reynslu af sjálfbærni, jafnréttismálum og inngildingu á öllum stigum samfélagsins.
Við hjálpum ykkur að vera aðeins meira sjálfbær.
Þjónustan okkar byggir á þremur meginþáttum, en nálgunin er alltaf sveigjanleg og skapandi – í nánu samtali við hvern samstarfsaðila.
Kveikjan er innlegg í formi fræðslu og/eða samtals.
Markmiðið er að efla þekkingu á sviði sjálfbærni, jöfnunar og velsældar.
Efnistök eru ólík og uppbygging sniðin að þörfum hvers hóps fyrir sig. Kveikjan stuðlar að auknum skilningi og þekkingu sem nýtist vel sem undirstaða frekari vinnu í átt að sjálfbærari og réttlátari vinnustaðamenningu, samfélagi og þjónustu. Þessi nálgun hentar vel sem upphaf að frekari vinnu á sviði sjálfbærni og jöfnunar.
Kveikjan
Fræðsla, vinnustofur og samtal á sviði sjálfbærni, jöfnunar og velsældar.
Bjarminn er stöðutaka á núverandi starfsemi og/eða þjónustu.
Markmiðið er að leggja mat á tækifæri og áskoranir sjálfbærrar þróunar. Boðið er upp á sérsniðnar ráðleggingar sem styðja við næstu skref í sjálfbærari og réttlátari starfsemi. Umfang greiningarinnar er ákveðið í samstarfi við hvern og einn. Með Bjarmanum fá starfsstaðir raunhæfa sýn á stöðuna eins og hún er og aðstoð við að móta markmið og áherslur til framtíðar.
Bjarminn
Stöðutaka á starfsemi og þjónustu.
Birtan
Heildræn nálgun. Stöðutaka, fræðsla, ráðgjöf, tilgangur, framtíðarsýn, stuðningur og eftirfylgni.
Birtan er heildræn nálgun á sjálfbærni með áherslu á velsæld (e. wellbeing) - inngildingu, fjölbreytileika og jöfnuð með grundvallar hugsunina að tilheyra í forgrunni (DEI-B).
Markmiðið er að vinna í dýptina með þeim sem vilja horfast í augu við núverandi stöðu, gera úrbætur, fylgja þeim eftir og styðja starfsfólk í leiðinni. Birtan sameinar fræðslu og stuðning fyrir stjórnendur og starfsfólk, ásamt greiningu á vinnustaðamenningu, þjónustu og/eða markmiðum. Nálgunin byggir á gögnum og samtölum.
Hannaðar eru sérsniðnar lausnir, markmið og mælikvarðar sem taka mið af þörfum og aðstæðum hverju sinni og styðja við vegferð í átt að sjálfbærari og réttlátari starfsemi. Allar lausnir eru þróaðar í samsköpun með samstarfsaðilum. Birtan skilar raunverulegum árangri byggða á greiningum og úrbótum sem mæta þörfum fjölbreyttra hópa. Eftirfylgni er tryggð og vinnuumhverfi skapað sem styður við félagslega sjálfbærni til lengri tíma.
Dæmi um þjónustuleið undir Birtunni:
Frábær ráðgjafi til leigu: Fyrirtæki geta gert samning við Kveikju um aðgang að sjálfbærniráðgjafa til leigu til skemmri eða lengri tíma. Fulltrúinn veitir fyrirtækjum og stofnunum sérhæfðan stuðning við að innleiða sjálfbærni í sína starfsemi með sérstakri áherslu á félagslega sjálfbærni. Þessi þjónusta tryggir faglega leiðsögn og eftirfylgni í sjálfbærnimálum án þess að krefjast ráðningar í fulla stöðu.