Lausnir

Allar lausnir Kveikju miða að því að styðja vinnustaði við að ráða inn og halda í fjölbreytt og hæft starfsfólk, ná betri árangri í þjónustu, styrkja stöðu sína í samfélagi sem er að taka sífellum breytingum, virða og fylgja eftir lögum og viðmiðum. Styrkleikar okkar sem standa að Kveikju er reynsla af því að leiða stór verkefni þvert á einingar, samhliða áratuga reynslu af jafnréttismálum og inngildingu á öllum stigum samfélagsins.

Í allri okkar ráðgjöf er inngilding og velsæld rauður þráður. Lögð er áhersla á tilraunir og prófanir og eru stöðugar umbætur í forgrunni. 

Það eru þrjú meginstef í þjónustu og lausnum. Lögð er rík áhersla á að festast aldrei í forminu og bjóðum því upp á fjölbreyttari nálgun, þvert á birtustigin og út fyrir þau í samráði við samstarfsaðila hverju sinni. 

Kveikjan er innlegg í formi fræðslu og/eða samtals.

Markmiðið er að efla þekkingu á sviði jafnréttis, inngildingar og velsældar.

Efnistök geta verið margvísleg og uppbygging sniðin að þörfum hvers hóps fyrir sig. Kveikjan skilur eftir sig aukinn skilning og þekkingu og hentar vel sem upphaf að frekari vinnu á sviði inngildingar og velsældar.

Kveikjan

Fræðsla, vinnustofur og samtal á sviði inngildingar og velsældar.

Bjarminn er stöðutaka á núverandi starfsemi og/eða þjónustu.

Markmiðið er að leggja mat á tækifæri og áskoranir varðandi jöfnuð, inngildingu og velsæld. Boðið er upp á ráðleggingar sem geta stutt viðkomandi fram á veginn. Afmörkun er ákveðin í samstarfi við hvern og einn. Með Bjarmanum horfast starfsstaðir í augu við stöðuna eins og hún er og fá ráðleggingar og aðstoð með markmið og áherslur til framtíðar.

Bjarminn

Stöðutaka á starfsemi og/eða þjónustu. 

Birtan

Heildræn nálgun. Stöðutaka, fræðsla, ráðgjöf, tilgangur, framtíðarsýn, stuðningur og eftirfylgni

Birtan er heildræn nálgun á velsæld (e. wellbeing) - inngildingu, fjölbreytileika og jöfnuð með grundvallar hugsunina að tilheyra í forgrunni (DEI-B).

Markmiðið er að fara á dýptina með þeim sem hafa vilja til þess að horfast í augu við núverandi stöðu, gera úrbætur, fylgja þeim eftir og samhliða styðja við starfsfólk. Birtan felur í sér fræðslu og stuðning við stjórnendur og starfsfólk, stöðutöku á vinnustaðamenningu, þjónustu og/eða markmiðum. Stuðst er við gögn og samtöl. Hannaðar eru lausnir, markmið og mælikvarðar sem taka mið af þörfum og aðstæðum hverju sinni og varða leiðina fram á veg. Allar útfærslur og lausnir eru samsköpun okkar og samstarfsaðila. Birtan er vinna sem skilar raunverulegum árangri út frá sjónarmiðum um velsæld og jöfnuð þ.s. þarfir fjölbreyttra hópa eru greindar, þeim mætt og lausnum fylgt eftir.